fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSkrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.45 – Skátamessa kl. 13

Skrúðganga frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.45 – Skátamessa kl. 13

Bæjarbúar hvattir til að mæta með fána í hönd

Að venju standa skátar fyrir skátamessu og skúðgöngu á sumardeginum fyrsta. Skátafélagið Hraunbúar standa að hátíðarhöldum þennan dag í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

Skátamessan verður að þessu sinni í Hafnarfjarðarkirkju og í umsjón skátanna en messan hefst kl. 13.

Fánanberar fara fyrir skrúðgöngunni sem leggur af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.45 og verður gengið sem leið liggur út á Víðistaðatún þar sem verður boðið upp á skemmtidagskrá. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í skrúðgönguna með íslenska fána og brosið til að kalla fram sumarið.

Þar verða ýmsir skátaleikir, kassaklifur, andlitsmáling og hoppukastalar og hið ótrúlega vinsæla “candy-floss” verður til sölu. Listdansskóli Hafnarfjarðar verður með sýnishorn úr vorsýningu skólans, Sirku Íslands sýnir, Birta og Hekla syngja, Gaflaraleikhúsið verður með atriði og Aron Hannes syngur nokkur lög.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2