fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFótboltiStelpurnar í Hafnarfjarðarslag í kvöld

Stelpurnar í Hafnarfjarðarslag í kvöld

Hafa ekki mæst í efstu deild síðan 2010

Kvennalið FH og Hauka í knattspyrnu mætast á Ásvöllum kl. 19.15 í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem liðin mætast í efstu deildinni en þá sigraði FH þrjá en Haukar einn í viðureignum félaganna sem enduðu í neðstu tveimur sætum deildarinnar.

Það verður því spennandi að fylgjast með viðureign Hafnar­fjarðarfélaganna. Haukar hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í mót­inu, fyrst gegn Íslands­meisturum Stjörnunnar, 1-5 og síðan gegn hinum nýliðinum úr Grindavík, 1-2.

FH tapaði fyrsta leik sínum gegn silfurliði Breiðabliks, 0-1 en sigraði svo Fylki 2-0.

Það er til mikils að vinna í kvöld, ekki aðeins er þetta spurning um montréttinn, heldur þurfa Haukar nauðsynlega að ná í sín fyrstu stig til að styrkja liðsandann.

Hafnfirðingar eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna á Ásvelli og fylgjast með Hafnarfjarðarliðunum mætast í kvattspyrnu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2