Á ári hverju greinast 10-12 börn með krabbamein á Íslandi. Styrktarfélag krabbameinssjúkra styður við bakið á fjölskyldum þessara barna, bæði fjárhagslega og félagslega. Félagið nýtur engra beinna opinberra styrkja.
Félagið hefur tekið í sölu armband, hannað af hafnfirska gullsmiðnum Sigurði Inga Bjarnasyni í Sign. Á armbandinu stendur VON á þremur tungumálum, íslensku, ensku og latínu.
Mirra Wolfram Jörgensdóttir, 7 ára nemandi Áslandsskóla, afhenti Óttarri Proppé heilbrigðisráðherra armband á gullsmíðaverkstæði Inga með orðunum „Gjörðu svo vel. Hér er armband til styrktar krabbameinsveikum börnum eins og ég var.“ en Mirra háði hetjulega baráttu við krabbamein og sigraði.
Armandið er selt á heimasíðu Styrktarfélagsins krabbameinssjúkra barna, www.skb.is, og hjá Sign í Fornubúðum.