fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH-ingar komnir upp að vegg eftir tap á heimavelli

FH-ingar komnir upp að vegg eftir tap á heimavelli

Þurfa að sigra Val á útivelli á fimmtudag til að eiga möguleika

FH og Valur mættust í þriðja leiknum í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika í gærkvöldi. Hvort lið hafði unnið einn leik á útivelli og það fór eins nú og í þeim leikjum að gestaliðið sigraði.

FH-ingar náðu forystu á fyrstu mínútum en síðan kom góður kafli hjá Valsmönnum sem héldu yfirhöndinni allan hálfleikinn og voru yfir 14-12 í hálfleik. Slæmur kafli hjá FH-ingum í byrjun síðari hálfleiks var ekki til að hjálpa til og Valsmenn voru einfaldlega sterkari í gær og sigraði að lokum með 5 marka mun 29-24.

Ásbjörn Friðriksson og Eiður Rafn Eiðsson voru markahæstir FH-inga með 5 mörk hvor og Arnar Freyr Ársælsson skoraði 4. Birkir Fannar Bragason varði 13 skot í marki FH.

FH-ingar verða að sigra á Hlíðarenda á morgun til að eiga möguleika og fá hreinan úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2