Prúðbúnir bæjarstarfsmenn mættu í móttöku bæjarstjóra í Hafnarborg í gær en tilefnið var að afhenta afhenda öllum starfsmönnum sem unnið hafa í 25 ár og lengur hjá Hafnarfjarðarbæ viðurkenningu.
Þetta er nýr siður hjá Hafnarfjarðarbæ og voru fyrir nokkrum dögum heiðraðir þeir starfsmenn sem unnið höfðu í 15 ár hjá bænum.

Upphaflega átti aðeins að heiðra þá sem voru búnir að vinna í 25 ár hjá bænum en þá kom í ljós að 39 starfsmenn höfðu unnið lengur en það og hefðu því ekki verið með. Að sjálfsögðu var niðurstaða að heiðra þá líka og þau sem lengst hafa unnið hjá bænum hafa unnið samfellt í 40 ár, þau Erla Guðríður Jónsdóttir, skólaliði í Setbergsskóla sem lengst hafði unnið á gæsluvöllum bæjarins og Eygló Hauksdóttir, deildarstjóri fjárreiðu.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri þakkaði öllum þessum starfsmönnum fyrir góð störf og sagði þá hafa upplifað miklar breytingar, m.a. innleiðingu tölvutækninnar og sagðist ekki búast við að viðlíka breytingar yrðu á næstunni. Reyndar benti Gunnar Gunnarsson sem unnið hefur samfleytt í 30 ár í Tónlistarskólanum á að hann kenndi ennþá á sams konar hljóðfæri og krakkarnir léku sama menúettinn eftir Mozart, svo það breytist ekki mikið alls staðar.
Bæjarstjóri færði öllum viðurkenningarskjal og Berglind Guðrún Bergþórsdóttir mannauðsstjóri afhenti hverjum starfsmanni rós og umslag með peningaupphæð.

Áberandi var að margir starfsmenn Tónlistarskólans voru meðal þeirra sem fengu viðurkenningu en sjö þeirra höfðu unnið í 25-33 samfleytt við skólann.

Ein hjón voru á meðal þeirra sem fengu viðurkenningar, Sverrir Marinósson umsjónarmaður fasteigna sem unnið hefur í 25 ár hjá bænum og Margrét Hannesdóttir leikskólakennari til 32 ára.
Eftirtaldir fengu viðurkenningar. Ath. að starfsaldur sem gefinn er upp er samfelldur starfsaldur og því geta sumir hafa unnið enn lengur hjá Hafnarfjarðarbæ.
Starfsaldur | Nafn | Starfsheiti |
---|---|---|
40 ár | Erla Guðríður Jónsdóttir | stuðningsfulltrúi |
40 ár | Eygló Hauksdóttir | deildarstjóri fjárreiðu |
36 ár | Kolbrún Oddbergsdóttir | deildarstjóri fjölskylduþjónustu |
36 ár | Sigurður Barði Jóhannesson | deildarstjóri tölvudeildar |
34 ár | Ingvar Reynisson | mælingamaður |
33 ár | Helgi Bragason | aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla |
33 ár | Berta K Gunnarsdóttir | deildarstjóri launadeildar |
32 ár | Guðný Steina Erlendóttir | leikskólakennari |
32 ár | Margrét Hannesdóttir | leikskólakennari |
31 ár | Þóra Kristjana Einarsdóttir | aðstoðar leikskólastjóri |
31 ár | Ólöf Þórólfsdóttir | matartæknir |
31 ár | Haraldur Eggertsson | verkefnisstjóri stjórnsýslu |
31 ár | Dagný Bergvins Sigurðardóttir | þroskaþjálfi |
30 ár | Nína Edvarsdóttir | deildarstjóri |
30 ár | Theodór Hallsson | skólastjóri Námsflokka |
30 ár | Gunnar Gunnarsson | skólastjóri Tónlistarskólans |
30 ár | Oddfríður Jónsdóttir | leikskólastjóri |
30 ár | Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir | deildarstjóri Tónlistarskóla |
29 ár | Elías Már Sigurbjörnsson | umsjónarmaður fasteigna |
29 ár | Geir Bjarnason | forvarnarfulltrúi |
29 ár | Stefán Ómar Jakobsson | tónlistarkennari |
29 ár | Kolbrún Helgadóttir | aðstoðarmaður leikskóla |
29 ár | Ólína Jóna Birgisdóttir | deildarstjóri fjölskylduþjónustu |
29 ár | Guðjón Steinar Sverrisson | verkstjóri þjónustumiðstöð |
28 ár | Elísabet Ingibergsdóttir | sundlaugarvörður |
28 ár | Katrín Guðbjartsdóttir | leikskólakennari |
28 ár | Sigríður Baldursdóttir | leikskólakennari |
28 ár | Guðný Brynja Einarsdóttir | stuðningsfulltrúi |
28 ár | Sigurður Haraldsson | sviðsstjóri UHS |
28 ár | Jónína Jóhannsdóttir | aðstoðarmaður leikskóla |
28 ár | Hildur Baldursdóttir | deildarstjóri leikskóla |
28 ár | Sigríður Þorleifsdóttir | aðstoðarmaður leikskóola |
28 ár | Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir | deildarstjóri leikskóla |
27 ár | Þórunn Njálsdóttir | deildarstjóri leikskóla |
27 ár | Birna Leifsdóttir | aðstoðarmaður leikskóla |
27 ár | Guðríður Einarsdóttir | skólaritari |
27 ár | Björn Bögeskov Hilmarsson | forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar |
27 ár | Elsa Guðmunda Jónsdóttir | landfræðingur, UHS |
26 ár | Sigurður Marteinsson | tónlistarkennari |
25 ár | Sverrir Marinósson | umsjónarmaður fasteigna |
25 ár | Guðmundur Ragnar Ólafsson | innkaupafulltrúi |
25 ár | María Sveinfríður Halldórsd. | aðstoðarmaður leikskóla |
25 ár | Ármann Helgason | deildarstjóri Tónlistarskóla |
25 ár | Erna Guðmundsdóttir | tónlistarkennari |
25 ár | Margrét Stefanía Gísladóttir | deildarstjóri, Stekkjarási |