fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirLjósmynd dagsins - Hafnarfjörður á stríðsárunum

Ljósmynd dagsins – Hafnarfjörður á stríðsárunum

Fred Green var einn hinna ungu bresku hermanna sem dvöldu í Hafnarfirði á stríðsárunum. Var hann í kampi sem staðsettur var neðan við Suðurgötu, rétt við húsnæði Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Hann tók myndir í Hafnarfirði og víðar og er myndin hér að ofan ein þeirra sem hann tekur úr vesturbænum. Ásgeir Guðlaugsson var ungur strákur á Selvogsgötunni á þessum árum og vingaðist hann við Fred og áttu þeir gott samband til dauðadags. Myndin kemur úr albúmi fjölskyldu Freds og hefur aldrei birst opinberlega áður.

Fyrir miðri mynd má sjá Strandgötuna og gömlu Venusarhúsin og glitta má í verslunarhúsnæði Jóns Mathiesen. Klaustrið stendur einmanalegt efst til vinstri á myndinni og sjá má skip við bryggju framan við Einarsreitinn.

Hvar myndin er nákvæmlega tekin er erfitt að segja um og væri gaman að fá að vita hugmyndir bæjarbúa um það.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2