fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkNýtt framboð opnar kosningaskrifstofu í Hafnafirði

Nýtt framboð opnar kosningaskrifstofu í Hafnafirði

Miðflokkurinn býður fram í fyrsta sinn

Miðflokkurinn er nýr flokkur í íslenskri pólitík en eins og flestir vita varð hann til er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, sagði sig úr Framsóknarflokknum og stofnaði eigin flokk.

Miðflokkurinn hefur nú opnað kosningaskrifstofu að Bæjarhrauni 8 og sl. mánudag var fjölmennt þar við opnunina.

Frá opnun kosningaskrifstofu Miðflokksins sl. mánudag

Gárungar hafa sagt að framsóknarmenn séu jafnsjaldséðir í Hafnarfirði og áttin austur sem virðist hafa orðið útundan í umræðum Hafnfirðinga. Sjaldan hafa framsóknarmenn átt fulltrúa í bæjarstjórn en framsóknarmenn hafa verið því mun sterkari í Kópavogi.

Miðað við mætinguna á mánudaginn er alveg óvíst hvernig viðbrögð kjósenda verða í kjördæminu en Miðflokkurinn mældist í könnun MMR sem birt var sl. mánudag með 12,3% fylgi á landsvísu en Framsóknarflokkurinn með 8,6%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2