fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH er aftur á leiðinni til Rússlands

FH er aftur á leiðinni til Rússlands

Vítakeppni þarf til að úrskurða um sigurvegara í einvígi liðanna

FH er á leiðinni til Rússlands eftir að áfrýjunardómstóll úrskurðaði að fyrri úrskurður standi. Dómstóllinn komst að sömu niðurstöðu dómstóll handboltasambandsins sem var að FH myndi fara aftur til Rússlands og fara í vítakeppni og að framlengingunni sem leikin var væri ekki gild.

St. Petersburg kærði leikinn 16. október síðastliðinn og bentu þar á að bæði lið enduðu með alveg sömu markatölu, þ.e.a.s. FH vann fyrri leikinn heima 32:27 og Rússanir unnu seinni leikinn 32:27 og ætti þá að hafa farið beint í vítakeppni í stað framlengingar.

Dómstóll handboltasambandsins komst að þeirri niðurstöðu 18. október og sögðu að mistök eftirlitsdómarans frá EHF væru augljós, sem voru að fara í framlengingu í stað vítakeppni og bentu á grein 6.4 í lagareglum EHF og grein 4.2 í reglugerð EHF bikarsins  sem hægt er að lesa hér að neðan.

Óljóst er hvenær vítakeppnin verður haldin en sigurvegarinn úr því einvígi fer áfram í 3. umferð og mætir þar TATRAN Presov. Fyrri leikirnir hjá hinum liðunum í 3. umferð verða leiknir 18. og 19. nóvember.

Grein 6.4
Grein 4.2

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2