fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkSetið á samþykktri tillögu að fjárhagsáætlun

Setið á samþykktri tillögu að fjárhagsáætlun

Var samþykkt í gær og vonast til að hægt verði að birta í síðast lagi á mánudag!

Bæjaráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu að fjárhagsáætlun en hyggst ekki birta hana strax og hefur fundargerð ekki verið birt.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri

Segir bæjarstjóri í samtali við Fjarðarfréttir í morgun að bæjarráð hafi gert athugasemdir við greinargerð með fjárhagsáætluninni sem þyrfti að lagfæra.

Bæjarráð þarf að samþykkja tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 1. nóvember og því var fundurinn haldinn í gær.  Lengi hefur verið unnið að fjárhagsáætluninni meðal embættismanna og ráð bæjarins þurftu að samþykkja sinn hluta áður en tillagan var lögð í heild sinni fyrir bæjarráð. Þrjú ráðanna héldu fund í gær þar sem þeirra hlutur var samþykktur og því gafst nær enginn tími til að yfirfara og samræma fyrir fund bæjarráðs.

Birt í síðasta lagi á mánudag

Bæjarstjóri hafði upplýst blaðamann Fjarðarfrétta fyrir fund bæjarráðs í gær að birta ætti tillöguna að fjárhagsáætlun n.k. mánudag. Þegar upplýst var að tillagan hefði verið samþykkt á fundi bæjarráðs í gær en ekki á hefðbundnum fundartíma þess á fimmtudag var aftur spurt hvort enn ætti ekki að birta tillöguna fyrr en á mánudag.

Samskiptastjóri bæjarins var látinn svara spurningum til bæjarstjóra og upplýsti hann í morgun að greinargerð sem fylgir fjárhagsáætlun væri í lokayfirferð og prófarkalestri og yrði vonandi tilbúinn fyrir helgi en síðasta lagi á mánudag. Það er síðasti dagur til að leggja hana fram fyrir bæjarsjórnarfund skv. lögum.

Blaðamaður leitaði skýringa á því hvers vegna slíkur yfirlestur á í raun samþykktri tillögu bæjarráðs tæki svona langan tíma en fékk í raun engin svör.

Ítarleg kynning

Í Georgíuríki í Bandaríkjunum er einnig kvöð um tvær umræður í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun en þar er krafa til allra sveitarfélaga að kynna tillögurnar á opnum íbúafundi áður en þær eru lagðar fram í bæjarstjórn. Þar fengu þær umræður á tveimur fundum og síðan væru þær teknar til samþykktar á þeim þriðja. Það væri gert til að hægt væri að bregðast við þeim athugasemdum sem koma fram við umræðu í bæjarstjórn.

Hér í Hafnarfirði hefur venjan verið að birta ekki tillöguna opinberlega fyrr en búið væri að leggja hana fram í bæjarstjórn til fyrri umræðu. Þá hafa bæjarfulltrúar oftast fengið sér kynningu á lokuðum fundi strax á undan bæjarstjórnarfundinum en síðan hefur bæjarstjóri eða fulltrúi meirihlutans kynnt fjárhagsáætlunina. Einstaka sinnum hafa komið fram spurningar en oftast hefur umræðum verið frestað til síðari umræðu enda hafa margir bæjarfulltrúar hvort eð er ekki fengið tækifæri til að kynna sér fjárhagsáætlunina nákvæmlega.

Við síðari umræðu eru umræður oft fjörugar og oft komu margar breytingar frá meirihlutanum, þó verulega hafi dregið úr því á undanförnum árum, síðan hefur fjárhagsáætlunin verið samþykkt á þeim sama fundi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2