fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirSundFjórða gullið hjá Hrafnhildi

Fjórða gullið hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir var rétt í þessu að vinna sinn fjórða Íslandsmeistartitil á tveim dögum á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslaug.

Tvö verðlaun í dag

Hrafnhildur vann 100 metra fjórsund á tímanum 01:01,07 og 200 metra bringusund á tímanum 02:32,69. Hrafnhildur á einmitt Íslandsmetin í báðum þessum greinum. 200 metra bringusundi á tímanum 02:22,69 og 100 metra fjórsund á tímanum 01:00,31.

Tvö verðlaun í gær

Hrafnhildur vann í 100 metra bringusundi og 200 metra fjórsundi í gær. Bringusundið var á tímanum 1:07.90 og fjórsundið á tímanum 2:16.84. Hrafnhildur á líka Íslandsmetin í þessum greinum. 100 bringusund á tímanum 01.05.67 og 200 metra fjórsund á tímanum 02.11.57.

Eitt sund eftir

Hrafnhildur á eftir að keppa í 50 metra bringusundi sem fram fer á morgun.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2