fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniJóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi

Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi

Árleg hátíð milli kl. 12 og 16

Grannar okkar Álftnesingar bjóða gestum og gangandi á Jóla- og góðgerðadaginn sem haldinn verður á laugardaginn kl. 12-16 í Íþróttamiðstöð Álftaness. Þetta er árlegt samfélagslegt verkefni þar sem mörg af helstu félagasamtökum Álftnesinga koma að undirbúningi og framkvæmd með einum eða öðrum hætti.

Skemmtidagskrá verður í gangi allan daginn með söngatriðum, danssýningum, uppboði á spennandi varningi og fleiru skemmtilegu. Margt verður um góða gesti, Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp auk þess sem Góði Úlfurinn syngur. Þá mun Karítas Harpa Davíðsdóttir, sigurvegari The Voice Ísland syngja nokkur lög og mörg hæfileikabörn stíga á svið. Markaðsstemning verður í húsinu þar sem fjölmargir aðilar munu kynna og selja vörur sínar. Nemendur í 10. bekk Álftanesskóla verða með kaffi, köku og vöfflur til sölu fyrir gesti og gangandi.

Rauði kross Íslands mun taka á móti fatagjöfum auk þess sem hægt verður að setja jólagjafir undir tré sem Hjálparstarf kirkjunnar sér um að útdeila. Tombóla verður til styrktar Líknarsjóðs Álftaness sem styður við efnaminni fjölskyldur á Álftanesi. Allur ágóði af leigu borða rennur óskiptur til Líknarsjóðsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2