fbpx
Föstudagur, janúar 10, 2025
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiKemst FH í riðlakeppnina? Evrópuleikur á laugardag kl. 14

Kemst FH í riðlakeppnina? Evrópuleikur á laugardag kl. 14

Tapaði ytra með 3 mörkum gegn sterku liði Tatran Prešov

FH tekur á móti Tatran Prešov í þriðju umferð bikarkeppni Evrópu karla í handbolta á laugardaginn í Kaplakrika kl. 14.

Það er mikið í húfi fyrir FH-liðið. Fyrri leikur liðanna var í Slóvakíu á laugardaginn þar sem Tatran Prešov sigraði með 3 mörkum, 24-21 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 11-11 og jafnt var í stöðunni 20-20. FH þarf því að sigra með helst 4 mörkum til að komast áfram í riðlakeppnina en ekkert íslenskt lið hefur komist svo langt.

Meðal liða sem eru komin áfram í riðlakeppnina eru SC Magdeburg, Füchse Berlin, Ligi HF og franska liðið Saint Raphael sem bæði FH og Haukar hafa att kappi við en tapað.

Halldór Jóhann Sigfússon. – © J.L.Long

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH-inga sagðist í samtali við Fjarðar­fréttir hafa verið ánægður með sína menn í Slóvakíu. Þeir hafi spilað mjög öfluga vörn og staðið sig gríðarlega vel gegn miklu mótlæti og segir vel hægt að fullyrða að liðið hafi orðið af 2-3 mörkum.

Hvað er í húfi?

„Það er mikið í húfi, sæti í þessari riðlakeppni sem ekkert íslenskt lið hefur áður komist í. Keppnin er reyndar frekar nýtilkomin en í henni eru gríðarsterk lið og í raun 16 liða úrslita­keppni.

Halldór segir leikinn leggjast mjög vel í sig og telur liðið eiga góða möguleika á sigri á heimavelli með góðum stuðningi Hafnfirðinga. Segir hann mjög gaman að fá að leika á móti svona sterku liði og skorar hann á Hafn­firðinga að fjölmenna í Kaplakrika kl. 14 á laugardaginn. Segist hann von­ast eftir álíka stemmningu og í úrslita­keppni. Segir hann kjörið tækifæri að koma í Kaplakrika og bregða sér svo aftur í miðbæinn til að kaupa jóla­gjafirnar.

Sigri FH í einvíginu við Tatran Prešov kemst liðið í riðlakeppni þar sem keppt verður í fjórum riðlum. Þá má búast við stuðningi frá EHF og fjár­hagslegur róður verði mun léttari en fyrr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2