fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirArna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk Hafnarfjarðar 2017

Arna Stefanía og Róbert Ísak íþróttafólk Hafnarfjarðar 2017

Á viðurkenningarhátíð sem haldin var í kvöld var Arna Stefanía Guðmundsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH útnefnd íþróttakona Hafnarfjarðar 2017 og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og SH var kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2017. Arna Stefanía varð Íslandsmeistari á árinu og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók þátt í alþjóðlegum mótum með góðum árangri. Arna Stefanía sigraði á Smáþjóðaleikunum 2017 í 400 m grindahlaupi í kvennaflokki. Hún er Norðurlandameistari kvenna í 400 m hlaupi innanhúss og vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía er einnig frjálsíþróttakona FH 2017.

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði og SH er íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Róbert Ísak er margfaldur Íslandsmeistari í sundi á árinu. Bikarmeistari í sundi með bæði Firði og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Róbert tók þátt í alþjóðlegum mótum og vann til verðlauna á þeim. Hann er fjórfaldur Norðurlandameistari í sundi á árinu. Heimsmeistari í 200 m fjórsundi, silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í 100 m bringusundi og í 100 m baksundi. Róbert er einnig íþróttakarl Fjarðar 2017.

Meistaraflokkur karla í FH handbolta íþróttalið Hafnarfjarðar 2017

Íþróttalið Hafnarfjarðar 2017 var útnefnt í kvöld og hlotnaðist sá heiður meistaraflokki karla í handknattleik hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.

Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH tekur við bikarnum fyrir íþróttalið Hafnarfjarðar 2017

Liðið komst í úrslitakeppni fjögurra liða í bikarkeppninni og í úrslitaleik á Íslandsmótinu þar sem liðið endaði í öðru sæti. Liðið tók einnig þátt í Evrópukeppni félagsliða og spilaði 3 umferðir sem gengu vel og rétt missti af riðlakeppni Evrópukeppninnar. Liðið er nú í efsta sæti Íslandsmótsins.

Frjálsíþróttadeild FH fékk ÍSÍ bikarinn

ÍSÍ bikarinn er veittur árlega því félagi innan ÍBH sem skarar fram úr í uppbyggingu félags- og íþróttastarfs og fyrir góðan árangur.

Sigurður Haraldsson formaður frjálsíþróttadeildar FH tekur við ÍSÍ bikarnum

Í ár er það frjálsíþróttadeild FH sem hlýtur bikarinn en deildin fékk flesta Íslandsmeistaratitla allra hafnfirskra íþróttadeilda í ár og komu titlarnir úr öllum aldurshópum beggja kynja. Deildin á meistaraflokk karla sem eru Íslandsmeistarar, meistaraflokk kvenna sem urðu bikarmeistarar, átti átta landsliðsmenn á Smáþjóðaleikunum og á Evrópubikar 2017.

Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ afhenti bikarinn Sigurði Haraldssyni, formanni frjálsíþróttadeildar FH.

Fjölmennt var á verðlaunahátíðinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2