Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga til samningaviðræðna við Pál Eyjólfsson í Prime og Pétur Stephensen um umsjón og rekstur Bæjarbíós 2016-2019.
Það er því ljóst að núverandi rekstaraðilar hafa ekki hlotið náð fyrir augum hjá nefndinni.
Aðeins þrír aðilar sóttu um að sjá um rekstur menningarstarfsemi í Bæjarbíó en rekstraraðilar fá Bæjarbíó leigulaust.
Þeir sem sóttu um voru auk Páls og Pétur, Kristinn Sæmundsson sem sér um reksturinn í dag og Hjörtur Howser tónlistarmaður.