fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkMiðflokkurinn býður fram í Hafnarfirði

Miðflokkurinn býður fram í Hafnarfirði

Miðflokksfélag Hafnarfjarðar var stofnað í síðustu viku

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 26. maí n.k.

Miðflokkurinn í Hafnarfirði var stofnaður í liðinni viku. Stjórnina skipa Sigurður Þ. Ragnarsson formaður, Elínbjörg Ingólfsdóttir,  Gísli Sveinbergsson, Jónas Henning Óskarsson og Tómas Ellert Tómasson.

Tekin var ákvörðun á stofnfundinum um að stilla upp á framboðslista Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði. Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér á framboðslista flokksins eru vinsamlegast beðnir um að senda eftirfarandi upplýsingar á hafnarfjordur@midflokkurinn.is: nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang ásamt því sæti sem óskað er eftir. Lokafrestur til að skila inn framboðum er klukkan 12 laugardaginn 3. mars n.k.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2