Grunnskólahátíðin var haldin 7. febrúar sl. en grunnskólarnir og félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði hafa staðið fyrir þessum hátíðum um langt skeið og ávallt farið vel fram. Um daginn sýndu nemendur afrakstur alls konar listtengdrar vinnu í Gaflaraleikhúsinu en um kvöldið var grunnskólaballið sem allir biðu eftir.
Á ballinu skemmtu DJ Ralfs, Wizardmanscligue, JóiPé og Króli, Sprite Zero Klan, Rjóminn, Ragga Hólm og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar þær Rakel Sara Sigþórsdóttir úr Hraunvallaskóla og Unnur Elín Sigursteinsdóttir úr Öldutúnsskóla.
Gleði skein úr hverju andliti þegar ljósmyndari Fjarðarfrétta leit við um kvöldið.