Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að taka samtals um 1.500.000.000 kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
Er þetta eins milljarðs kr. lán til 16 ára, 406 millj. kr. lán til 15 ára og 94 millj. kr. lán til 15 ára sem Hafnarfjarðarhöfn tekur með ábyrgð bæjarins.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Þar að auki veitti bæjarstjórn heimild til að taka allt að 600 milljóna kr. lán með 4,75% óverðtryggðum vöxtum frá 14.-28. febrúar vegna uppgjörs við Brú.
Aðspurð um skammtímalánið segir Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar að lausafjárstaða Hafnarfjarðarbæjar sé mjög góð en lánið tengist uppgjörinu við Lífeyrissjóðinn Brú.