fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniAlls konar ást Gissurar Páls og Antoníu á hádegistónleikum í Hafnarborg

Alls konar ást Gissurar Páls og Antoníu á hádegistónleikum í Hafnarborg

Á þriðjudaginn kl. 12 mun Gissur Páll Gissurarson, tenór, koma fram á fyrstu hádegistónleikum haustsins í Hafnarborg, ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi, listrænum stjórnenda hádegistónleikaraðar Hafnarborgar.

Dagskrá hádegistónleikanna féll að mestu leyti niður í vor vegna kórónuveiruveirunnar. Enn gilda fjöldatakmarkanir og því verður takmarkað sætaframboð á tónleikanna í samræmi við viðmið heilbrigðisyfirvalda, aðeins 50 sæti verða í boði.

Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Alls konar ást, flytur Gissur aríur úr óperum og óperettum eftir Flotow, Verdi og Lehár.

Gissur Páll Gissurarson

Gissur Páll Gissurarson þreytti frumraun sína aðeins ellefu ára gamall í titilhlutverkinu í söngleiknum Oliver Twist. Frá 1997 stundaði hann nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Jafnhliða söngnámi söng Gissur í Kór Íslensku óperunnar og kom fram sem einsöngvari við ýmis tilefni. Hann hóf nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna árið 2001 og sótti síðan einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni. Fyrsta óperuhlutverk Gissurar á Ítalíu var sem Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna og síðan þá hefur hann tekið þátt í ýmsum uppfærslum víðs vegar um Evrópu.

Haustið 2005 kom Gissur Páll fram fyrir hönd Íslands á EXPO sýningunni í Nagoya í Japan. Árið 2006 tók Gissur Páll svo þátt í söngkeppninni Flaviano Labò og lenti í þriðja sæti af 123 keppendum. Þá um haustið hélt hann sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi í Salnum í Kópavogi. Sama ár tók hann þátt í söngkeppni í Brescia og hreppti þar tvenn verðlaun. Gissur Páll söng sem gestasöngvari hlutverk Nemorino í uppfærslu Íslensku óperunnar á Ástardrykknum árið 2009 og var einn söngvaranna í Perluportinu vorið 2011. Þá söng hann hlutverk Rodolfo í La bohème hjá Íslensku óperunni vorið 2012 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverkinu.

Antonía Hevesi

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Panta þarf miða

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. 50 sæti verða í boði á tónleikanna og eru gestir beðnir um að panta miða með tölvupósti, hafnarborg@hafnarfjordur.is, eða í síma 585 5790  Aðgangur er ókeypis.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2