en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.
Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp frábæra sýningu byggða á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Bakkabræður eru þrettándi frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur.
Leikhópurinn Lotta sýunir Bakkabræður á morgun, mánudag, 17. ágúst á Víðistaðatúni kl. 18.
Vegna fjöldatakmarkanna er fólk hvatt til að tryggja sér miða fyrirfram á tix.is
Miðaverð er 2900 krónur en frítt fyrir 2ja ára og yngri.