Á sunnudaginn stendur Lýðheilsufélag læknanema fyrir viðburði sem nefnist „Bangsaspítala“ á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Bangsaspítali verður á heilsugæslunni Sólvangi kl. 10-16.
Öllum börnum, ásamt foreldrum/forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með veika eða slasaða bangsa.
Tilgangur verkefnisins er tvíþættur. Annars vegar til að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur.
Hvert barn kemur með sinn eiginn bangsa. Gott er að ræða fyrirfram við barnið um það hvernig bangsinn er veikur, hvort hann sé t.d. með hálsbólgu, magapest eða brotinn fót. Þegar á heilsugæsluna er komið fær barnið að innrita bangsann og þá kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem læknirinn skoðar bangsann og veitir honum þá aðhlynningu sem hann þarf á að halda.