Gítarleikarinn Björn Thoroddsen býður Hafnfirðingum í sannkallaða garðveilsu í bakgarði sínum við Hringbraut 63 á laugardaginn kl 15.
Í veislunni mun hljómsveitin Suðurbæjarpiltarnir stíga á stokk og halda tónleika. Björn Stefánsson, trommuleikari og leikari, og Hálfdán Árnason, bassaleikari skipa sveitina ásamt Bjössa Thor en allir þrír búa í næsta nágrenni við hvorn annan og ákváðu að skella í þennan sumarglaðning sem allir geta haft gaman af.
Öllum er boðið og kostar ekkert inn. Bara að mæta með góða skapið! Þessir tónleikar eru partur af „Bjötum dögum“
„Hvatinn að þessu var að ég og nafni minn Björn Stefánsson, Bjössi í Mínus, sem er alnafni minn því ég er Stefánsson, býr beint á mót mér á Hringbrautinni, rekumst gjarnan á hvorn annan og þá kom þessi hugmynd upp þar sem allmargir tónlistarmenn búa í suðurbænum að setja upp útitónleika í einhverjum garðinum. Minn garður varð fyrir valinu og með okkur verður annar nágaranni okkar Hálfdán Árnason bassaleikari,” segir Björn í samtali við Fjarðarfréttir
Núna á síðustu metrunum eru enn að bætast við listamenn sem ætla að droppa inn m.a Jói Helga, Unnur Birna, Svenni Lars, Hera Björk.