fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimÁ döfinniBörn og umhverfi – námskeið fyrir börn 12 ára og eldri

Börn og umhverfi – námskeið fyrir börn 12 ára og eldri

Haldið af Rauða krossinum

Námskeiðið Börn og umhverfi er ætlað ungmennum fædd á árinu 2006 og eldri (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur kvöld.

Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á um­fjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Haldin verða fjögur námskeið í Hafnarfirði og Garðabæ og skiptist hvert námskeið á fjóra daga:

  • Strandgötu 24, Hafnarfirði dagana 9., 10., 11. og 12. apríl frá kl. 17-20. skráning
  • Strandgötu 24, Hafnarfirði dagana 22., 23., 24. og 25. maí frá kl. 17-20.
  • Strandgötu 24, Hafnarfirði dagana 28., 29., 30. og 31. maí frá kl. 17-20.
  • Garðaskóla dagana 11.,12., 13. og 14. júní frá kl. 17-20.

Námskeiðsgjald er kr. 9.900 og er ætlað börnum fæddum 2006 og eldri.

Skráning og nánari upplýsingar á raudikrossinn.is og á skyndihjalp.is.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2