fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimÁ döfinniBreytt helgihald í Fríkirkjunni vegna nýrra sóttvarnarreglna

Breytt helgihald í Fríkirkjunni vegna nýrra sóttvarnarreglna

Breytt helgihald verður í Fríkirkjunni um jól og áramót frá því sem áður hafði verið auglýst vegna nýrra sóttvarnarreglna.

Á aðfangadag jóla, 24. desember, verður jólaguðsþjónusta kl. 18 í beinu streymi frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hlekkur á streymið verður aðgengilegur á heimasíðu kirkjunnar og facebooksíðu kirkjunnar.

Við þessar aðstæður rúmar kirkjan takmarkaðan fjölda, þar sem annar hver bekkur verður lokaður. Kirkjugestir eru velkomnir, en þeir sem koma verða að framvísa gildu hraðprófi og gæta ítrustu sóttvarna.

„Við hvetjum ykkur öll til að eiga hátíðlega stund með okkur og njóta útsendingarinnar í beinu streymi. Aðrar guðsþjónustur um jólin falla niður en prestarnir okkar eru ætíð til taks fyrir þá sem þess óska,“ segir í tilkynningu frá Fríkirkjunni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2