fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimÁ döfinniBuxnaaríur og pilsasöngur á ókeypis hádegistónleikum

Buxnaaríur og pilsasöngur á ókeypis hádegistónleikum

Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran, verður gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda Hádegistónleikaraðar Hafnarfborgar á morgun, þriðjudag.

Yfirskrift tónleikanna er „Buxnaaríur og pilsasöngur“ en saman munu Kristín og Antonía flytja tónsmíðar eftir Strauss, Händel og Mozart.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund.

Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran, lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík haustið 2013 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur en á Íslandi hefur Kristín einnig sótt söngtíma til Sigríðar Ellu Magnúsdóttur. Eftir að hafa tekið þátt í tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia, hóf Kristín nám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg árið 2014. Þá tók Kristín sér rúmlega ársleyfi frá skólanum í Vín til að syngja við óperustúdíóið Accademia del Teatro alla Scala í Mílanó, þar sem hún kom fram sem einsöngvari á ýmsum tónleikum og óperuuppfærslum, meðal annars sem önnur dama í Töfraflautunni eftir Mozart undir stjórn Adam Fisher, á árlegum jólatónleikum La Scala undir stjórn Franz Welser Möst og í uppfærslu á Der Rosenkavalier eftir Strauss undir stjórn Zubin Mehta. Kristín sneri svo aftur til Vínarborgar eftir dvölina í Mílanó til þess að ljúka námi sínu og kom reglulega fram sem einsöngvari í skólaverkefnum og öðrum viðburðum.

Kristín hefur verið búsett á Íslandi frá 2020 og er ein af stofnendum Kammeróperunnar. Þá starfar hún sem forskóla- og söngkennari í Tónskóla Sigursveins, er meðlimur í Kammerkvartettinum og kemur reglulega fram sem einsöngvari við ýmis tilefni, svo sem á tónleikum og í óperusýningum. Á komandi leikári mun Kristín svo syngja hlutverk Cherubino í Brúðkaupi Fígarós í samstarfsverkefni Kammeróperunnar og Borgarleikhússins, auk þess að koma fram sem einsöngvari í Óperuveislu með Ólafi Kjartani og Sinfóníuhljómsveit Íslands í apríl 2025.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2