Á morgun, sumardaginn fyrsta þann opnar hafnfirski listamaðurinn Jón Thor Gíslason sýningu í Gallerí Fold þar sem hann sýnir bæði málverk og teikningar.
Sýningin verður opnuð kl. 14 og stendur til kl. 16.
Jón Thor býr og starfar í Þýskalandi og eru verk hans til sölu í galleríum víða þar í landi.
Þýsk-íslensk ljóðabrú
Klukkan 15 hefst svo viðburðurinn „Þýsk-íslensk ljóðabrú í Gallerí Fold.“
Þar verður spjallað við skáldin og bókaútgefendurna Dinçer Güçyeter og Wolfgang Schiffer, en Jón Thor hefur þýtt fjöldann allan af íslenskum ljóðum yfir á þýsku fyrir forlag þeirra Elif Verlag sem er langstærsti útgefandi íslenskrar ljóðlistar utan Íslands.
Viðburðurinn er á vegum Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Sýning Jóns Thors er í forsal Gallerís Foldar og stendur til 10. maí.
24. apríl kl.14