fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniEinvalalið verður með Bjössa Thor á tónleikum í Bæjarbíói

Einvalalið verður með Bjössa Thor á tónleikum í Bæjarbíói

Gítarleikarinn hafnfirski Bjössi Thor býður uppá tónleika þann 16. apríl næstkomandi í Bæjarbíói.

Það verður blús, folk, jass, rokk, funk og allt þar á milli.

Bjössi fær með sér á svið einstaklega flott tónlistarfólk. Haffi Ceasetone, Íris Sveins, Örn Almars, Þórður Árna, Fúsi Óttars og Jón Rafns ætla öll að leggja sig fram við að gera þetta kvöld ógleymanlegt.

Haffi Ceasetone (Hafsteinn Þráinsson) er einn af nýju spútnikunum í íslensku tónlistarlífi sem gítarleikari, söngvari og lagahöfundur. Örfhentur, hafnfirskur og gítarséní, gerist ekki betra.

Örn Almarsson er Hafnfirðingur og fyrrverandi gítarnemandi Bjössa og gítarleikari Kátra Pilta sem var ein af þekktustu hljómsveitum Hafnarfjarðar á sínum tíma. Milli þess sem Öddi finnur upp lyf sem að halda lífi í okkur hinum þá spilar hann á gítar og kemur sterkur inn.

Þórð þarf ekki að kynna sem gítarleikara en færri vita að hann hefur oftar komið í Hafnarfjörð en meðal Gaflari enda kennt í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frá því að rjómaís kom fyrst á markað.

Hafnfirðingurinn, Íris Sveinsdóttir er á leiðinni í frægasta studió í heimi Abbey Road til að taka upp sitt eigið efni og annarra. Stundum er sagt að allar góðar leiðir liggi að Köldukinn en þar kom Íris ekki ósjaldan til Svenna löggu sem var afi hennar.

Nonni bassi hefur séð um að tónmennta Hafnfirðinga frá því að Bryndísarsjoppu var lokað og er hann orðin samofinn bænum.

Fúsi Fallbyssa sér svo um að halda öllum í svipuðum takti en hann er frá vinabæ Hafnarfjarðar á norðurlandinu, Akureyri.

Tónleikarnir verða, sem fyrr segir, í Bæjarbíói, Hafnarfirði þann 16. apríl næstkomandi og hefjast á slaginu kl. 20:00. Miðasala er á tix.is.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2