Flugeldasýning Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verður í kvöld, 29. desember kl. 20.30.
Björgunarsveitin bendir á að gott verðru að horfa á sýninguna frá göngustígnum á hafnarsvæðinu gegnt Hvaleyrinni. Einnig sést sýningin vel frá bílaplani sveitarinnar við Lónsbraut og einnig á Hvaleyrarbraut, Herjólfsgötu, Fjarðargötu og fleiri stöðum.
Skotið verður upp frá Hvaleyri og er svæði lokað í kringum skotstaðinn í öryggisskyni.
Flugeldasala sveitarinnar er opin kl. 10-22 í dag og á morgun og á gamlársdag er opið kl. 9-16. Sölustaðir eru þrír, í björgunarmiðstöðinni við Lónsbraut, við Hvalshúsið, Reykjavíkurvegi og við Tjarnarvelli. Þá er vefverslun opin allan sólarhringinn flugeldar.spori.is