Þriðjudaginn 5. mars 2019 verða tónleikar í Hásölum kl. 17.30. Jacek Tosik-Warszawiak og Miroslav Hrbowski prófessorar frá Krakow og nemendur þeirra heimsækja skólann og leika fyrir nemendur og kennara. Allir eru velkomnir. Píanónemendur í mið- og framhaldsnámi eru sérstaklega hvattir til að koma á tónleikana.
Leikin verða verk efir pólsku tónskáldin Frédéric Chopin, 1810-1849, Ignacy Jan Paderewski, 1860-1941, píanóleikari, tónskáld og fyrrum forsætisráðherra Póllands, Karol Szymanowski, 1882-1937, tónskáld og píanóleikari, Grażyna Bacewicz, tónskáld og píanóleikari, Maurycy Moszkowski, 1854-1925, þýskt tónskáld og píanisti af pólskum ættum, Pawel Mykietyn, 1971-,Wojciech Karolak, 1939-
Tökum vel á móti þessum gestum frá Póllandi og mætum á þriðjudag.