Child health community centre samtökin á Íslandi, CHCC, standa fyrir grímuballi og bingóum í Kiwanishúsinu við Helluhraun í Hafnarfirði á laugardag.
Tilgangurinn er að vekja athygli á starfseminni og safna fé fyrir þurfandi börn í Úganda.
Grímuball verður kl. 13.30 – 14.50 og þá tekur við fjölskyldubingó með mikið af glæsilegum vinningum. Ef netsamband er gott þá munu börnin á neyðarskýli samtakanna í Úganda vera í opnu myndsamtali og njóta með á ballinu.
Bingó fyrir fullorðna verður svo kl. 20.
Linda Björk Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri samtakanna en allir sem starfa fyrir samtökin gera það í sjálfboðastarfi. Hvetur hún sem flesta til að mæta og að taka með sér gesti.
Miðasala verður við innganginn en gott er að boða komu sína og fjölda barna á chcciceland@gmail.com
Child health community center samtökin
Child health community centre eru góðgerðasamtök, rekin af sjálfboðaliðunum bæði á Íslandi og í Norður-Úganda. Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin og barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra, og börnum sem koma frá mjög fátækjum heimilum í norður Úganda.
Heil kynslóð var nánast þurrkuð þegar hryðjuverkasamtökin LRA rændi börnum, notaði þau sem barnaþræla og sem hermenn og tóku líf margra foreldra eða skildi þau eftir sum án útlima. Mikið af fólki á þessu svæði berst ennþá við áfallastreituröskun eftir að hafa lifað af stríðið, misst fjölskylduvini, maka, foreldra, börn og kveljast því en.
CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í norður Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi. Þau styrkja barn með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barni hreint drykkjarvatn og matarbirgðir fyrir mánuð, það fær heilsufarsskoðun þar sem fylgst er malaría er greind og barnið fær fatnað og skó.