Fjögur lið keppa í árlegu Hafnarfjarðarmóti í handknattleik, FH, Haukar, Afturelding og Valur. Keppt er í Kaplakrika og er frítt inn.
- Þriðjudagur 20. ágúst kl. 18: Haukar – Afturelding
- Þriðjudagur 20. ágúst kl. 20: FH – Valur
- Fimmtudagur 22. ágúst kl. 18: FH – Afturelding
- Fimmtudagur 22. ágúst kl. 20: Haukar – Valur
- Laugardagur 24. ágúst kl. 13: Valur – Afturelding
- Laugardagur 24. ágúst kl. 15: FH – Haukar
Mótið er liður í undirbúningi fyrir Íslandsmót karla en fyrstu leikir Hafnarfjarðarliðanna verða 11. september nk.
FH keppir 1. og 8. september í Evrópukeppni, EHF keppni karla og mætir belgíska liðinu HC Vise BM. Fyrri leikurinn er í Belgíu en sá síðari í Kaplakrika.
Milli leikjanna keppa FH og Selfoss í Meistarakeppni HSÍ í íþróttahúsi Fjölbrautarskólans á Selfossi og verður leikurinn miðvikudaginn 4. september kl. 19.30.
Haukar taka einnig þátt í sömu Evrópukeppni og mæta tékkneska liðinu Talend M.A.T. Plzen á Ásvöllum 1. september og í Tékklandi 7. september.