Á morgun, föstudag kl. 18, hefst Sýningaruppboð hjá Litla Gallerý og Litlu Hönnunarbúðinni, Strandgötu 19, þar sem hver einasta króna af seldu verki fer óskert til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar.
Sýningaruppboðið verður opið frá 2.-17. október og verður það sem kallast „hljóðlaus uppboð“. Þeir sem vilja bjóða í verk skrá sig og fá númer til að bjóða í verkin.
Söfnun verka á uppboðið hefur gengið framar björtustu vonum að sögn Sigríðar Margrétar Jónsdóttur, eiganda Litla Gallerýs. Enn er þó verið að bæta við verkum og geta áhugasamir sem vilja gefa verk haft samband á siggamaggaj@gmail.com