Á sunnudaginn kl. 13 mun Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson, myndlistarmaður, taka á móti gestum og segja frá verkum sínum á sýningunni Á hafi kyrrðarinnar sem stendur nú yfir í safninu.
Á sýningunni eru sýnd bæði ný og eldri verk þar sem Hildur tvinnar saman aðferðum vefnaðar og málaralistar auk útsaumsverka, nýrra blekteikninga og vatnslitaverka.
Hildur hefur búið meirihluta ævi sinnar í Cleveland í Ohio en heldur sterkt í rætur sínar á Íslandi. Hún kemur reglulega hingað til lands, ferðast, gengur um og tekur ljósmyndir, sem hún vinnur síðan úr þegar heim er komið. Auk þess að leita fanga í landslagi Íslands við gerð verka sinna hefur Hildur um árabil gert myndraðir sem byggja á heilaskönnunum og himintunglum, þar sem handlitaðir silkiþræðir tvinnast saman í dúnmjúku yfirborði og verða að athvarfi frá amstri hversdagsins.