fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniHjólað og áheitum safnað fyrir Elís

Hjólað og áheitum safnað fyrir Elís

Hjóla í húsnæði BFH laugardaginn 15. apríl kl. 14 til sunnudags kl. 14

Í ágúst 2022 slasaðist 17 ára hafnfirskur drengur, Elís Hugi Dagsson, al­var­lega við keppni í fjalla­bruni á Úlfars­felli og þarf að notast við hjólastól í dag til að komast um.

Vinir hans og æfingafélagar úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar (BFH) ætla að hjóla og safna áheitum og þannig safna fyrir nýju sér útbúnu fjallahjóli fyrir Elís Huga, en slík hjól eru mjög dýr.

Safnað er fyrir sérútbúnu hjóli.

Strákarnir tíu ætla að safna áheitunum með því að hjóla í HEILAN SÓLARHRING á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 og byrja laugardaginn 15. apríl nk. kl. 14.

Búist er við að hjólað verði á fleiri stöðum á landinu en mikil viðbrögð hafa verið við þessari söfnum og margir sem vilja leggja lið.

Aðstandendur hvetja alla til að koma og hvetja strákana og leggja góðu málefni lið í leiðinni.

Hefur staðið lengi til

Blaðamaður Fjarðarfrétta hitti nokkra af strákunum sem standa fyrir keppninni og spurði þá hvað hafi orðið til þess að þeir eru að fara út í þessa stóru söfnun.

„Þetta er búið að vera hugmynd lengi hjá okkur en ekki orðið að því fyrr en nú. Þetta er mjög dýrt hjól og flott græja. Elís er búinn að vera að hugsa um að koma sér aftur í fjöllin með okkur og það væri gaman því það er æðislega gaman að hjóla með honum.“ Aðspurðir um það hvernig hjólamaður Elís hafi verið, stóð ekki á svarinu: „Hann var með þeim bestu, alltaf að vinna, við vorum alltaf að elta hann en hann stakk okkur alltaf af. Svo var hann mjög duglegur að draga okkur út og hvetja okkur áfram,“ segja strákarnir og greinilega mjög stoltir af félaga sínum og vilja allt fyrir hann gera.

Frá vinstri: Anton Sigurðarson, Alfonso Cervera, Emil Sölvi Runólfsson, Ísak Steinn Davíðsson, Tómas Kári Björgvinsson, Sólon Sölvason, Adam Berg, Hilmar Páll Andrason, Magnús Helgason og Magni Már Arnarsson.

Þú getur heitið á strákana

Áheit má leggja inn á:
Reikningur: 0123-15-098343, kt: 261071-4289

Allar nánari upplýsingar og dagskrá verður birt á Facebook síðu söfnunarinnar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2