fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimÁ döfinniÍbúafundur um grænkun Vallahverfisins

Íbúafundur um grænkun Vallahverfisins

Kallað eftir hugmyndum frá íbúum

Boðað hefur verið til íbúafundar sem hefur það að markmiði að safna saman hugmyndum að verkefnum frá íbúum Vallahverfisins og öðrum áhugasömum undir yfirskriftinni Grænkun Valla.

Á fundinum verður jafnframt farið yfir gróðurskipulag Valla og verkefni sem liggja fyrir í nærumhverfinu. Afrakstur fundar mun skila sér í heildaryfirliti yfir verkefni sem til greina koma við grænkun Valla.

Fundurinn verður haldinn í Hraunvallaskóla á morgun, þriðjudag, kl. 17.30.

Nýlega samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð að stofnaður yrði samráðshópur til að safna saman hugmyndum og forgangsraða verkefnum um grænkun Valla. Starfshópurinn hefur það hlutverk að skoða skipulag og gera áætlun til þriggja ára um grænkun og umhverfisumbætur á Völlum í samráði og samtali við íbúa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2