fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÁ döfinniÍris Björk og Antonía flytja ástarsöguaríur á hádegistónleikum

Íris Björk og Antonía flytja ástarsöguaríur á hádegistónleikum

Á morgun, þriðjudag kl. 12, mun Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, syngja fyrir gesti á hádegistónleikum Í Hafnarborg.

„Íris og Antonía eru tilbúnar með dásamlegt prógram með aríum eftir Mozart, Puccini, Verdi og Bizet sem þær hafa titlað Ástarsögur. Við í Hafnarborg erum einstaklega spennt að heyra söng Írisar og þakklát henni fyrir að hlaupa í skarðið með jafn stuttum fyrirvara.

Takmarkað sætaframborð er í boði og nauðsynlegt er að bóka sæti í síma 585 5790. Þá verður tónleikunum streymt í beinni útsendingu á netinu, auk þess sem upptakan verður aðgengileg áfram að tónleikunum loknum, bæði hér á heimasíðu Hafnarborgar og á Facebook-síðu safnsins,“ segir Áslaug Íris Friðjónsdóttir hjá Hafnarborg.

Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, hóf söngnám 21 árs gömul við Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar var hún nemandi Valgerðar Guðnadóttur og síðan Sigrúnar Hjálmtýsdóttur/Diddúar. Vorið 2017 kláraði hún framhaldspróf og nemur nú söng við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Þóru Einarsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Kristins Sigmundssonar, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Stuart Skelton.

Í byrjun árs 2018 hreppti Íris Björk fyrsta sæti í Vox Domini, söngkeppni á vegum Félags íslenskra söngkennara. Hún hlaut einnig titilinn ,,Rödd ársins 2018” og hluti af verðlaunum var að halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu. Í október 2018 kom Íris Björk fram í óperunni Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein á Óperudögu8m.

Haustið 2019 hélt Íris Björk til Stokkhólms þar sem hún stundaði nám við Óperuháskólann í eitt ár og naut leiðsagnar Ulriku Tenstam. Þar söng hún meðal annars í barnasýningu og á nýárstónleikum Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi.

Íris Björk bar nýlega sigur úr býtum í árlegri keppni Ungra einleikara og mun hún því koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á samnefndum tónleikum í Eldborg í maímánuði. Þann 7. mars tekur hún þátt í flutningi Kórs Langholtskirkju á Jóhannesarpassíu Bachs og mun flytja sópranaríurnar.

Í júní mun hún útskrifast með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands og stefnir erlendis í mastersnám í óperusöng næsta haust.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2