fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniJólahátíðin okkar er nýtt nafn á jólaballi fatlaðra sem verður 6. desember

Jólahátíðin okkar er nýtt nafn á jólaballi fatlaðra sem verður 6. desember

Jólahátíðin okkar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 6. desember.

Hátíðin er endurvakin eftir stutt hlé í covid en hún hefur verið haldin í rúmlega fjóra áratugi sem Jólahátíð fatlaðra. Ballið hefst kl. 20 en húsið verður opnað kl. 19.

Á meðal þeirra sem fram koma eru Herra Hnetusmjör, Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Ózk og Bjarni Arason. Hljómsveit Rúnars Þórs leikur undir en útsetningar annast Þórir Úlfarsson.

Þjóðþekktir menn og konur munu vinna við öryggisgæslu og aðstoða gesti á hátíðinni. Allir tónlistarmenn sem fram koma, aðstoðarfólk og þeir sem standa að hátíðinni gefa vinnu sínu í þágu fatlaðs fólks og hefur verið samið við bakhjarla til að styðja við bakið á Jólahátíðinni okkar til næstu fimm ára og tryggja hátíðina í sessi. Fyrirtækin eru Brim, Hilton Reykjavík Nordica, Góa, Vífilfell, Henson og Öryggismiðstöðin.

Hátíðin hefur verið mjög vel sótt í gegnum árin og hefur þessi dagur verið einn sá annasamasti hjá ferðaþjónustu fatlaðra

Á hátíðinni í ár verður André Bachmann, upphafsmaður hátíðarinnar, heiðraður en hann hefur nú rétt nýjum hópi keflið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2