fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniJólaþorpið verður opnað á föstudaginn

Jólaþorpið verður opnað á föstudaginn

Það verður hátíðleg dagskrá í miðbæ Hafnarfjarðar á opnunarkvöldi Jólaþorpsins.

Jólaþorpið verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani á föstudaginn þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu.

Jólatréð verður á nýjum stað og mun standa hátt og vera áberandi. Sendiherra Þýskalands, bæjarstjórinn í Hafnarfirði og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven sjá um að tendra ljósin á trénu. Jólatréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi til 36 ára.

Kl. 17:00 Jólaþorpið opnað
Kl. 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Kl. 18:15 Karlakórinn Þrestir
Kl. 18:30 Tendrun ljósanna á Cuxhaven jólatrénu
Kl. 18:40 Jól í skókassa – Gunni og Felix ásamt Tónafljóðum
Kl. 18:55 Margrét Eir

Jólaþorpið á Thorsplani verður opið allar helgar til jóla.
Föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18.

Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld.

Hjartasvellið og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11 eru opin allar helgar fram að jólum.

Meðal fyrirtækja sem verða í jólahúsunum þessa fyrstu helgi opnunar eru Íslensk hollusta, Pláneta, Vesturgatan ehf., Gulli Arnar, By Krummi, Helvítiskokkurinn, Önnu Kondotori, Pipar og salt og Turf House.

Meðal fyrirtækja sem verða í upplifunarhúsunum (gróðurhúsunum) um helgina eru Ölgerðin með malt og appelsín smakk á föstudeginum, Sól restaurant með grænmetismarkað og gjafabréf á laugardeginum og Trefjar með eldstæðin sín á sunnudeginum.

Strandgatan verður að venju göngugata á meðan Jólaþorpið er opið.

Nánar má lesa um jólabæinn Hafnarfjörð hér 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2