fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimÁ döfinniJólatónleikar Kvennakórsins verða á fimmtudag

Jólatónleikar Kvennakórsins verða á fimmtudag

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 8. desember. Yfirskrift tónleikanna er Blikar stjarna.

Þar verða flutt ýmis klassísk jólalög í bland við nýrri lög sem öllum er ætlað að færa okkur hátíðarstemmningu og gleði jólanna.

Starf Kvennakórs Hafnarfjarðar lá að mestu leyti niðri meðan á heimsfaraldrinum stóð en er komið á fullt skrið á ný. Eins og áður hefur komið fram þá lét Erna Guðmundsdóttir af störfum síðast liðið vor en hún hafði stjórnað kórnum farsællega um langt árabil.

Þetta everða fyrstu tónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur sem tók við af Ernu. Meðleikari á píanó er Dagný Arnalds.

Miðasala verður við innganginn og ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2