Kvennakórinn með nýjum stjórnanda heldur jólatónleika

Það er hátíð í vændum! - Fimmtudaginn 7. desember í Víðistaðakirkju

679
Kvennakór Hafnarfjarðar

Um langt árabil hefur það verið hefð hjá Kvennakór Hafnarfjarðar að halda tónleika í Víðistaðakirkju í aðdraganda jólanna. Að þessu sinni bregður kórinn ekki út af þeirri venju og fimmtudaginn 7. desember heldur kórinn tónleika undir yfirskriftinni „Það er hátíð í vændum!“

Sara Gríms tók við stjórn kórsins nú á haustdögum og hefur hún sett saman fallega dagskrá þar sem veturinn og jólahátíðin eru meginviðfangsefni. Auk erlendra sönglaga má finna á efnisskránni lög eftir ástsælustu söngvaskáld þjóðarinnar sem Sara hefur sjálf útsett fyrir kórinn. Á tónleikunum munu einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Grímur Sigurðsson sem leikur á bassa, Gunnar Ringsted á gítar, Gísli Gamm á trommur og Rósa Jóhannesdóttir á fiðlu.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verða miðar seldir við innganginn. Miðaverð er 3.500 kr. en frítt er fyrir börn tólf ara og yngri. Í tónleikahléi verður gestum boðið upp á kaffi og konfekt.

Ummæli

Ummæli