fbpx
Föstudagur, febrúar 21, 2025
HeimÁ döfinniKynningarfundi um fjárhagsáætlun frestað til mánudags

Kynningarfundi um fjárhagsáætlun frestað til mánudags

Haldinn tveimur dögum áður en áætlað er að afgreiða fjárhagsáætlunina

Íbúafundi um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem vera átti í kvöld, þriðjudag 26. nóvember, hefur verið frestað til mánudagsins 2. desember án nokkurrar skýringar.

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2025 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2026-2028 var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar 6. nóvember sl. þar sem fyrri umræða fór fram. Skv. sveitarstjórnarlögum er skylt að hafa tvær umræður í bæjarstjórn um m.a. fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að seinni umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verði þriðjudaginn 3. desember 2024, aðeins tveimur dögum eftir kynningarfundinn.

Í tilkynningur á vef Hafnarfjarðarkaupstaðar segir að á fundinum verði fjárhagsáætlun og markmið hennar kynnt ásamt helstu áherslum hennar.

Íbúafundurinn verður í Apótekinu í Hafnarborg og hefst kl. 17.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2