fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimÁ döfinniLærðu að anda á Hamingjudögum í Hafnarfirði

Lærðu að anda á Hamingjudögum í Hafnarfirði

„Það er alveg sama hvað bjátar á, ef við breytum andardrættinum getum við róað kerfið okkar. Ytri aðstæður eru alltaf þær sömu en við getum ráðið afstöðu okkar til þeirra. Andardrátturinn stjórnar öllu,“ segir Andri Iceland sem stýrir hamingjustund í Bæjarbíói þriðjudaginn 24. september kl. 20.

Fyrirlesturinn hans kallast: Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað. Hann er opinn öllum, frítt inn og möguleiki á að breyta lífinu! Fyrirlesturinn er einn viðburðanna á Hamingjudögum í Hafnarfirði.

„Grunn stutt öndun eykur áhyggjur, streitu og verki,“ segir Andri og lýsir því hvernig andardrátturinn grynnist þegar við erum áhyggjufull, verðum streitt eða finnum til; sem svo auki vandann. Hægari andardráttur minnki hann.

Að anda í fullkominni yfirvegun

„Taka fjóra, fimm andardrætti á mínútu, ef þú andar þar ertu í fullkominni yfirvegun,“ segir hann og vísar í nýlega rannsókn frá Stanford. „Þú róar ekki hugann með huganum heldur líkamanum, andardrættinum.“

Andri ætlar að gefa ráð á þriðjudagskvöldið. Gefa leggjum við áherslu á, því það er frítt inn. „Við ætlum að anda djúpt, nota nefið inn og út, anda djúpt ofan í maga,“ segir hann en fyrirlesturinn hans endar með leiddri öndun sem hjálpar þátttakendum að upplifa strax ávinninginn af æfingunum.

„Ég ætla að kenna fólki einfaldar aðgerðir til að stilla andardráttinn af. Ef við gerum það verður kerfið betra, líkaminn verður sáttur, líkami og hugur vinna betur saman.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2