fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniLeiðsögn listfræðings um sýningu Eiríks Smith

Leiðsögn listfræðings um sýningu Eiríks Smith

Á laugardaginn kl. 14 mun Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, leiða gesti í gegnum sýninguna Án titils, þar sem getur að líta abstraktverk, einkum gvassmyndir, eftir Eirík Smith (1925-2016) sem listamaðurinn vann á fyrri hluta sjötta áratugarins þegar strangflatalistin var að ryðja sér til rúms, hér á landi sem víðar. Verk listamannsins frá þessu tímabili eru hins vegar fágæt, þar sem Eiríkur brenndi fjölda verka sinna í malargryfju í Hafnarfirði árið 1957. Þau verk sem varðveist hafa til dagsins í dag bera þess þó vitni að Eiríkur hafði góð tök á myndgerð strangflatalistarinnar, þó að hann kysi að fara aðra leið í listsköpun sinni í framhaldinu. Þá kemur það eflaust ekki á óvart að meirihluti verkanna hefur ekki verið sýndur opinberlega áður.

Eiríkur Smith stundaði nám við Málara- og teikniskóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem veturinn 1939-1940 og við Handíða- og myndlistarskólann árin 1946-1948. Sama ár fór hann svo til Kaupmannahafnar í nám til 1950 en árið 1951 hélt hann til Parísar þar sem hann nam myndlist við Académie de la Grande Chaumiére. Hann hélt fjölda einkasýninga, auk þess að taka þátt í samsýningum víða um heim á löngum ferli sínum. Verk eftir Eirík er að finna í söfnum víðs vegar, svo sem í safneign Listasafns Íslands, Gerðarsafns og Listasafns Reykjavíkur en auk þess varðveitir Hafnarborg um 400 verk eftir listamanninn.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2