fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniListamannaspjall Hallgerðar á sunnudag

Listamannaspjall Hallgerðar á sunnudag

Á sunnudaginn  klukkan 14 fer fram listamannsspjall Hallgerðar Hallgrímsdóttur þar sem hún mun segja frá verkum sínum og sýningunni Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti, sem nú stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

„Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér ljósmyndatækninni sem miðli þar sem hún skoðar bæði veruleikann í ljósmyndinni sem og veruleika ljósmyndarinnar sjálfrar. Verkin eru unnin með möguleika miðilsins í huga sem felast ekki bara í því að fanga viðfangsefnið í fallegri birtu, heldur líka öllu sem gerist í myndavélinni, í myrkraherberginu og, nú nýlega, í stafrænni vinnslu. Á hverju stigi í ferlinu getur myndin farið í ólíkar áttir – það er engin ein rétt leið til að búa til ljósmynd og sýn myndavélarinnar er aldrei hlutlaus,“ segir í tilkynningu.

 Hallgerður Hallgrímsdóttir er myndlistarkona sem vinnur mest með ljósmyndamiðlinn í sinni sköpun. Hún er með BA í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Glasgow School of Art og meistaragráðu í myndlist frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi árið 2019. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndabók Hallgerðar Hvassast kom út árið 2016 og svo 2018 gaf Pastel ritröð út ljóð-myndabókina Límkennda daga. Hallgerður býr og starfar í Reykjavík.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2