Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Norðurljósum, Hörpu, föstudaginn 10. mars.
Á efnisskránni verður tónlist úr ýmsum áttum; sömbur, marsar og kvikmyndatónlist en hápunktur tóknleikanna verður flumflutningur a nýju tónverki, Reworks, sem Finnur Karlsson samdi fyrir sveitina.
Eiríkur Rafn Stefánsson blæs flygilhornsóló í laginu Big blue eyes eftir Per-Olof Ukkonen. Á tónleiknum flytur Lúðrasveitin Tjarnarmars í minningu Páls Pampichlers Pálssonar, en hann lést fyrr á árinu.
Stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar er Rúnar Óskarsson.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og hægt að kaupa miða á tix.is