„Við getum ekki setið hjá og aðeins verið forvitin um hvað gerist með fólkið í Úkraínu. Við getum öll gert gagn,“ segja þau Lesya Ozhevan Marminas frá Úkraínu og Artiomas Maminas frá Litháen, en þau búa í Hafnarfirði.
Þau standa fyrir viðburði í verslunarmiðstöðinni Firði á laugardaginn kl. 12-16 en þar verður handverksmarkaður þar sem ýmislegt verður til sölu, m.a. bolir og armbönd. Fjármunirnir sem safnast renna allir í sjóð sem „National bank of Ukraine“ heldur utan um. Sjóðurinn rennur til þurfandi í Úkraínu.
Þau hvetja sem flesta til að vera með, fá borð til að selja vörur, koma og sýna stuðning eða styðja með beinu fjárframlagi.
Skoðaðu viðburðinn á Facebook hér.