Í kvöld, fimmtudag, kl. 20 verður menningar- og heilsuganga um svæðið við Kaldársel undir leiðsögn Ómars Smára Ármannssonar, sem er meðal fróðustu manna um minjar á Reykjanesi.
Mun hann kynna fjárhellana við bílastæðin, fjárborgirnar á Borgarstandi, nátthaga undir Borgarstandi og fara með hópinn eftir gamla Kaldárselssselstígnum að Kaldárseli og í gamla selið og segir frá búskaparháttum og ábúendum. Mun hann einnig segja frá sögu Kaldár í 8 þúsund ár og fer með hópinn að gömlu hleðslunum undir fyrstu vatnsveitunni frá Kaldárbotnum.
Gengið verður frá bílastæðinu við Kaldárselsveg og mun standa yfir í einn til hálfan annan klukkutíma.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.