fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniÓskar koloratúrtenór verður gestur Antoníu á ókeypis hádegistónleikum

Óskar koloratúrtenór verður gestur Antoníu á ókeypis hádegistónleikum

Óskar Bjartmarsson, koloratúrtenór, verður gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda hádegistónleikaraðar Hafnarborgar en tónleikarnir verða þriðjudaginn 5. mars kl. 12.

Standa tónleikarnir yfir í um hálfa klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Þqu Óskar og Antonía flytja fjörugar aríur eftir tónskáldin Mozart og Rossini.

Óskar Bjartmarsson, tenór, er ungur og upprennandi söngvari sem lærði söng í Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Kristjáni Jóhannssyni. Óskar hefur tekið þátt í skólaóperum á vegum Söngskóla Sigurðar Demetz en hlaut einnig starfsþjálfun nýlega sem Rodolfo í La bohéme og Don Ottavio í Don Giovanni í uppsetningu La Musica Lirica á Ítalíu. Þá var Óskar einn af einsöngvurunum á „bel canto“ óperukvöldverði í Iðnó í október 2022.

Antonía Hevesi listrænn stjórnandi hádegistónleikanna

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2