Föstudagur, apríl 4, 2025
target="_blank"
HeimÁ döfinniSetja upp stórvirkið Carmina Burana í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Setja upp stórvirkið Carmina Burana í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Kammerkór Hafnarfjarðar, í samstarfi við Kór Öldutúnsskóla, Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju og Bergmál ungmennakór, setur upp kraftmikla stórvirkið Carmina Burana á sunnudaginn kemur í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Einsöngvarar eru þau Bryndís Guðjónsdóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson baritón.

Á píanó leika þær Ástríður Alda Sigurðardóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir. Slagverkssveit skipa Frank Aarnink, Eggert Pálsson, Jóhann Hjörleifsson, Marco Santos, Soraya Nayyar og Steef Van Oosterhout. Stjórnandi er Kári Þormar.

Kári Þormar stjórnar verkinu.

Þetta verður kraftmikill og skemmtilegur flutningur enda valinn maður í hverju rúmi og þátttakendur í uppfærslunni um 100 talsins. Þetta er sömuleiðis skemmtilegt og gefandi samstarfsverkefni margra kóra í bænum undir forgöngu og af frumkvæði Kammerkórs Hafnarfjarðar.

Eitt vinsælasta tónleikaverk tónlistarbókmenntanna

Carmina Burana eftir Carl Orff er eitt vinsælasta tónleikaverk tónlistarbókmenntanna. Carmina Burana er safn kvæða sem safnað er saman í tónaflokk um fallvaltleika gæfunnar. Kvæðin eru úr handriti frá 13. öld og eru eftir mörg skáld, sem er öll eru nafnlaus eins og höfundar Íslendingasagnanna. Sum eru kvæðin á latínu, önnur á þýsku og ljóst að höfundar verið stundum léttir á bárunni ef marka má innihald kvæðanna. Tónskáldið Carl Orff (1895-1982), raðaði saman kvæðum úr þessu safni og tónsetti. Allir þekkja helstu stef verksins sem oft hefur verið notað á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í fjölda kvikmynda.

Tónleikarnir eru sem fyrr segir á sunnudaginn og hefjast kl. 17. Miðasala er á tix.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2