fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÁ döfinniStrandgate Film Festival í Bæjarbíói á fimmtudaginn

Strandgate Film Festival í Bæjarbíói á fimmtudaginn

„Stærsta kvöld ársins er gengið í garð,“ segja aðstandendur Strandgate Film Festival en þeir eru hluti af Skapandi sumarstörfum sem Vinnuskóli Hafnarfjarðar býður upp á.

Í tilkynningu segir að á fimmtudaginn, 11. ágúst, verði skærustu stjörnur sólkerfisins samankomnar í Bæjarbíói til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar.

„Þetta er því einstakt tækifæri til þess að sjá brot úr stærstu kvikmyndum ársins, á undan öllum hinum!“

Tilnefndar eru myndir á borð við „Ekkjuna“, „Blesi og lesbían“, „Draumórar“ og
„Hefnandinn 4: hinsta hefnd Hefnandans.“

Rauði dregillinn verður á sínum stað en mælst er til þess að gestir klæðist sínu fínasta pússi á hátíðinni.

Aðgangur er ókeypis, þökk sé styrktaraðilum hátíðarinnar: Bæjarbíói, viðburða- og menningarstyrk bæjarráðs og Al Salil Hilal fjárvörslusjóðnum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2