fbpx
Miðvikudagur, febrúar 12, 2025
target="_blank"
HeimÁ döfinniSýna „Sögu úr Vesturbænum“ í Víðistaðaskóla

Sýna „Sögu úr Vesturbænum“ í Víðistaðaskóla

Árlegur söngleikur 10. bekkjar Víðistaðaskóla hefur fest sig í sessi og í ár sem fyrr hafa nemendur ásamt foreldrum, kennurum og félagsmiðstöðinni Hrauninu unnið hörðum höndum að undirbúningi.

Í ár varð fyrir valinu söngleikurinn West Side Story eða Saga úr Vesturbænum eftir Stephen Sondheim og Leonard Bernstein.

Verkið er stútfullt af tilfinningum sem springa út í ást, sorg, dansi og söng. Þetta er saga unglinga í fortíð, nútíð og framtíð í veruleika sem við oft þorum ekki að horfast í augu við.
Leikhópurinn hnikar ekki frá upphaflegri sögu og því inniheldur sýningin ofbeldi og sorg en fyrst og fremst ást og gleði.

Leikstjórinn undirbýr æfingu

Leikstjórinn, Níels Thibaud Gierd, búningahönnuðurinn Kristín Högna Garðarsdóttir, tónlistarstjórinn Jóhanna Ómarsdóttir og danshöfundurinn Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir hafa unnið hörðum höndum að þessu skemmtilega verki í samstarfi við nemendur.

Allir nemendur 10. bekkja hafa eitthvað hlutverk, ef ekki á sviði, þá í undirbúningi og utanumhald á sýningunni.

Leikstjórinn Níels Thibaud Girerd segir í ávarpi í leikskrá að hugmyndin um að setja upp söngleikinn West Side Story kom upp snemma í ferlinu. „Bæði var það eitt af þeim verkum sem ég hafði hugsað mér en svo fóru einhverjir krakkar líka að nefna þetta verk. Svo áttuðum við okkur á því að ef einhvern tíma ætti að flytja verkið West Side Story þá væri það núna“. Hann segir þetta vera eins rómantíska sögu og hugsast getur, „fegurð lífsins er algjörlega máluð upp í þessu verki en líka ljótleiki heimsins. Ég held að þetta sé einmitt hópurinn sem átti að segja akkúrat þessa sögu hér í Víðistaðaskóla.“

Frumsýning er á föstudaginn kl. 20 en aðrar sýningar eru kl. 13 og 17, laugardag og sunnudag.

Kaupa má miða hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2